21. október 2015 10:50

Sveinn Einarsson

Sveinn Einarsson (1909-1994) bóndi og hleðslumaður frá Hrjót í Hjaltastaðarþinghá er maður dagsins. Myndina gerði Páll Guðmundsson listamaður á Húsafelli úr rauðasteini þaðan, í ágúst 1993. Hún er í Landbúnaðarsafni Íslands. Þá var Sveinn kennari á hleðslunámskeiði á Hvanneyri en Páll í hópi nemenda. Sveinn var landsþekktur hleðslumaður.

16. ágúst 2014 08:50

Eggert Hjartarson

Nafn dagsins er Eggert Hjartarson. Hann var fæddur 13. ágúst 1939 á Hvammstanga, og þar ólst hann upp. Hann dvaldi löngum hjá móðurfólki sínu að Ósum á Vatnsnesi. Eggert hlut litla formlega menntun en gat sér orð fyrir verkhyggindi. Hann starfaði alla tíð sem sjálfstæður verktaki. Eggert lést 3. ágúst 2014. Um hann sagði m.a. í Morgunblaðinu 13. ágúst:

10. mars 2014 03:58

Lilja Sigurðardóttir

Lilja fæddist að Víðivöllum í Blönduhlíð árið 1884 og lést árið 1970.  Hún var vel menntuð kona; nam við Kvennaskóla Eyfirðinga en sigldi síðan til Danmerkur þar sem hún lærði hannyrðir, garð- og trjárækt og sótti námskeið í hjúkrun og hjálp í viðlögum.  Er heim kom tók hún að miðla þekkingu sinni með námskeiðum í garðyrkju er kveiktu áhuga margra auk þess sem hún miðlaði fræi og ungplöntum. Víða mátti sjá afrakstur þessa starfs,  Liljusporin er svo voru nefnd.

 

22. október 2012 10:08

Þvottakonan

Nafn dagsins er þvottakonan. Ekki bara einhver þvottakonan, heldur þvottakonan sem upplifði það að ný óhreinindi voru komin á vinnuföt karlanna sem hún þjónaði samtíma sínum samkvæmt: Karlarnir voru farnir að umgangast traktora, þessar framandi maskínur komnar vestan um haf og gengu ekki bara fyrir heyi og vatni eins og fyrri aflgjafar heldur innfluttum framandvökum, þunnum og þykkum – til gangs og smurnings.

5. júní 2012 11:44

Guðmundur Jónsson

Það er vonum seinna sem við köllum fram nafn Guðmundar Jónssonar frá Torfalæk í þessum dálki. Satt að segja á Guðmundur meiri þátt en flestir aðrir í því að forveri Landbúnaðarsafns Íslands, Verkfærasafn ríkisins, sem stofnað var með lögum árið 1940, varð að raunveruleika á Hvanneyri.

3. febrúar 2012 01:53

Ágúst Andrés Jónsson

Nafn dagsins er Ágúst Andrés Jónsson. Hann var fæddur 28. júní 1907 í Reykjavík. Hann nam við Hvítárbakkaskólann veturinn 1924-1925. Lauk síðan rafvirkjanámi og varð einn umsvifamesti rafverktaki í höfuðborginni með fyrirtæki sínu, Rafvirkjanum sf á Skólavörðustíg 22. Ágúst dvaldi ungur um fjörgurra ára skeið í Alaska og Bandaríkjunum og kynnst atvinnuháttum og fólki þar vestra. Hann hafði einnig mikinn áhuga á landbúnaði og keypti jörðina Hraunkot í Grímsnes, lítt og illa hýsta. Jörðin stórbætti Ágúst og hóf að gera þar margvíslegar landbúnaðartilraunir, m.a. með ræktun korns, baunagrass, ýmissa afbrigða af kartöflum ofl. Þá reyndi hann einnig ýmsar nýjungar í verktækni og vélum til búskapar. Alifuglarækt stundaði hann einnig, ræktaði m.a. Peking-endur og kalkúna, en þeir höfðu ekki verið aldir hérlendis áður.

25. október 2011 05:28

Steinunn Frímannsdóttir

Að þessu sinni er maður dagsins frú Steinunn Frímannsdóttir (1863-1947), norðlensk að uppruna, lengi húsfreyja á Möðruvöllum í Hörgárdal og síðar á Akureyri, mikil búkona, eins og dóttir hennar Hulda Á. Stefánsdóttir (grasafræðings og skólameistara Stefánssonar), hefur sagt frá í frábæri æviminningabók sinni: „Hún fylgdist vel með því, sem gerðist í búskap bænda, og fagnaði öllum framförum“, skrifaði Hulda þar (bls. 116. Bernska).

 

Ástæðan fyrir því að frú Steinunn Frímannsdóttir er hér valin maður dagsins er skýrð þannig út í kafla úr óbirtu bókarhandriti um Sláttusögu Íslands:

 

24. desember 2010 03:41

Erlendur yfirvélameistari Landbúnaðarsafns

 

Maður þessa dags er Erlendur Sigurðsson frá Sandhaugum í Bárðardal. Erlendur er rammur sveitamaður sem gríðarlega reynslu af öllu sem snertir vélar og tæki enda hafa þau verið honum samferða um vettvang lífsins, stór og smá. Erlendur hefur reynst Landbúnaðarsafn Íslands einstakur hollvinur um langt árabil. Í þakklætis skyni hefur safnið nú sæmt hann heiðurstitlinum yfirvélameistari Landbúnaðarsafns Íslands.