18. nóvember 2009

Landbúnaðarsafnið á sjónvarpsstöðinni ÍNN

Þátturinn Græðlingur á hinni virtu sjónvarpsstöð ÍNN hefur hlotið mikið lof fyrir vandaða vinnu stjórnandans, Guðríðar Helgadóttur, sjá t.d. frétt á www.lbhi.is

 

Nú hefur þátturinn sýnt Landbúnaðarsafni þann heiður að fjalla um starf þess og Þessa dagana má fylgjast með þættinum úr safninu á sjónvarpsstöðinni í stafrænni útsendingu en líka á www.inntv.is

Sá er kostur útsendingar þáttarins að sendingartíminn á ÍNN-stöðinni hentar bæði A- og B-mönnum, þ.e. bæði morgunhönum og kvöldgöltrurum.

 

Þarf því mjög einbeitt og skipulagt skipulagsleysi til þess að missa af þessum traktors-Græðlingi. Dagskrá með útsendingartímum má finna á www.inntv.is

 

Lesendum er bent á að fylgjast áfram með Græðlingi því brátt mun Guðríður taka fyrir grænt efni (og rautt) sem tengist aðventu og jólum ...

 

Njótið vel.