13. júlí 2016

Margmenni sótti Hvanneyrarhátíðina 9. júlí

Múgur og margmenni sótti Hvanneyrarhátíðina sl. laugardag - líklega nokkuð á 2. þúsund manns. Þar af litu um 600 manns við í Landbúnaðarsafni skv. áætlun eftir gestabók.

 

Margt var í boði fyrir unga og eldri svo sem lesa má um í öðrum fjölmiðlum. Sérstakir gestir safnsins voru félagar í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar sem komu fjölbíla og skreyttu Hvanneyrarhlaðið með glæsigripum sínum ...

 

má nánar sjá hinn glæsilega flota sem safnið heimsótti á FB-síðunni  https://www.facebook.com/Fornbilafjelag/?fref=ts 

 

Nokkrir heiðursmenn komu með fornvélar. m.a. kom Eiríkur Sigurðsson frá Sandhaugum með Rússu sína, líklega einustu rússnesku dráttarvélina sem gerð hefur verið upp á Íslandi af þeim glæsileika sem þar má sjá.

 

Þá kom Alexander frá Skarfshóli með jeppa sinn og fallegar vélar, einnig Þórarinn frá Hamri og Jónas á Bjarteyjarsandi ... og sjálfsagt gleymi ég einhverjum.

 

Landbúnaðarsafnið þakkar gestum sínum komuna sérstaklega þeim sem komu með og sýndu gripi sína.

 

Þá var kynnt bók sem Landbúnaðarsafnið og Bókaforlagið Opna gefa út, Konur breyttu búháttum, nánar verður frá henni sagt... en hún var til sölu á hátíðinni á útgáfudagsverði.

 

Eins og áður við hliðstæða tækifæri bárust safninu bæði gjafir, lánsgripir og fróðleikur sem kemur sér vel. Þess mun verða getið við síðari tækifæri.