5. júlí 2016

Lagfæring á grein

Gerð hefur verið bragarbót á grein, sem í vetur var birt í vefriti safnsins, Plógi, b-deild, er heitir Heyturn á hverfanda hveli, sjá hér til vinstri á síðunni.

 

Ástæðan er sú að á dögum kom í heimsókn að Hvanneyri þýski kaupamaðurinn Oke Petersen sem stýrði smíði heyturnins sumarið 1964. Með honum gafst færi á að fara yfir nokkrar minningar frá verkinu, staðfesta frásögnina en lagfæra nokkur smáatriði hennar.