26. apríl 2016

Hvað var í pappahólknum?

Um sl. helgi heimsóttu 40 ára búfræðingar Landbúnaðarsafnið. Í þeim hópi var Hjörtur Haraldsson frá Víðigerði í Eyjafirði, bóndi þar.

 

 

Við það tækifæri afhenti Hjörtur safninu pappahólk fornan. Hólkurinn var merktur föður hans, Haraldi Hannessyni, og áritunin var "Drattarvelar h.f. Hafnarstraeti 23 Reykjavik".

 

Sendingin var frá Harry Ferguson, staðfesting á þátttöku Haraldar í tveimur námskeiðum þar ytra, í "Service" og "Field operation".

 

 

 

Námskeiðin (course of instruction) sótti Haraldur árið 1950 og starfaði síðan um stund hjá Dráttarvélum áður en hann hóf búskap í Víðigerði. 

 

Þau voru haldin hjá The School of Mechanized Farming í Stoneleigh Abbey.

 

Hjörtur mun senda okkur nánari lýsingu föður síns á þessum merkilegu námskeiðum. Gamli Ferguson lagði ríka herslu á fræðslu um vélarnar, svo að menn kynnu vel með þær að fara. Ef til vill var þetta fyrsta Ferguson-námskeiðið sem Íslendingar tóku þátt í?

 

Skírteini Haraldar eru gagnmerk heimild um námskeiðin og þakkar safnið þeim feðgum fyrir hugulsemina.