1. apríl 2016

Falast eftir Ferguson

Á þriðjudaginn kemur, um kvöldið, ætlar heimsíðungur að segja frá aðdraganda innflutnings Ferguson-dráttarvélanna, sjá nánar á

 

 

 

 

 

https://www.facebook.com/Fergusonf%C3%A9lagi%C3%B0-146036065564350/?ref=ts&fref=ts 

 

Það gerðist nefnilega ýmislegt áður en Dráttarvélar hf fengu þetta mikilvæga umboð. Spjall mitt mun snúast um það.

 

Til skýringa á meðfylgjandi mynd skal þess getið að þar situr undirritaður á Í d 48, Ferguson TEA 20 árgerð 1951 ... Um samskipti okkar er nánar fjallað á bls. 174-178 í bókinni  ... og svo kom Ferguson.

 

Myndina tók og gaf ökumanninum Grétar Vésteinsson, líklega sumarið 1955,  þá sumarstrákur á Kirkjubóli í Dýrafirði. Dráttarvélin var sameign bændanna á Kirkjubóli og á Múla í Kirkjubólsdal.