8. febrúar 2016

Nýr gestur heimasíðunnar

Eins og glöggir lesendur heimasíðunnar kunna að hafa tekið eftir er nú komið nýtt merki í gestasætið hér til hægri.

 

Undanfarið hefur Sláturfélag Suðurlands setið það með merki sínu og þannig minnt á gagnmerka starfsemi sína sem nú hefur staðið nokkuð á aðra öld.

 

Hin nýi gestur er Þór hf - eitt elsta og virtasta búvélasölufyrirtæki landsins. Þann gest bjóðum við velkominn á vettvang.

 

Og kemur nú að útskýringum:

 

a. Heimsíðungur hefur þá reglu að einungis eitt fyrirtæki hefur merki sitt á síðunni hverju sinni.

 

b. Val fyrirtækisins er heimsíðungs, það fer eftir duttlungum hans og skapi hverju sinni  hver fyrir valinu verður.

 

c. Engir peningar eru með í samskiptum þessum - gestasætið er eðli máls samkvæmt heiður en verður ekki keypt með beinum fjármunum, og alls ekki mútum...

 

Hins vegar er engum bannað að leggja Landbúnaðarsafninu lið, og til þess eru margar leiðir. Enda gamall og þjóðlegur siður að gestir grípi með sér gjöf og komi færandi hendi.

 

Það hefur Þór hf einmitt gert eins og flestir þeir aðilar sem setið hafa í gestasæti heimasíðunnar til þessa. Við komum nánar að því síðar ...