12. janúar 2016

Sjónvarpsstöðin N4 í heimsókn

Í dag kom Sjónvarpsstöðin N4 (www.n4.is) í heimsókn í safnið, þ.e. þau Birna Pétursdóttir dagskrárgerðarkona og Árni Þór Theodórsson tæknimaður.

 

Birna og Árni Þór vinna nú að þáttaröð um íslenskan landbúnað og var Landbúnaðarsafnið fyrsti áfangastaður þeirra. Erindið var að fanga efni um sögu og þróun landbúnaðarins.

 

Þau munu fara víða í efnisöflun enda af miklu að taka.

 

Við bíðum spennt eftir árangrinum sem birtast mun á norðurskjánum þegar líður á veturinn.