22. desember 2015

Hátíðakveðja frá Landbúnaðarsafni

Fyrir hönd Landbúnaðarsafns sendir heimsíðungur öllum gestum safnsins á árinu 2015, velunnurum þess sem og lesendum þessarar heimasíðu bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

 

Í rúllubagga ársins 2016 mun kenna margra grasa, vel ætra og annarra bragðverri, og enginn veit þyngd hans enn. Með góðum huga, samstilltu átaki og einbeittum vilja má þó mæta hverri örðu sem á veltingsleið hans kann að verða.

 

Hittumst heil til góðra verka á nýju ári - Ekki spillir að það verður víst degi lengra en flest hinna!