16. desember 2015

Jólamarkaður á Hvanneyri laugardaginn 19. des.

Jólamarkaður verður í Leikfimihúsinu á Hvanneyri og kaffihúsið í

 

Skemmunni verður með ýmist jólalegt góðgæti, svo sem ristaðar möndlur, jólaglögg og jólavöfflur.

 

Skógrækt ríkisins verður með jólatréssölu. Ullarselið, Landbúnaðarsafnið, bókaloftið og Hvanneyri pub verða opin. 

 

Bjarni Guðmundsson áritar bók sína Íslenskir sláttuhættir, sem verður til sölu í Landbúnaðarsafni.