1. september 2015

Ný bók væntanleg í haust

Í haust er væntanleg ný bók. Hún heitir Íslenskir sláttuhættir og er eftir undirritaðan. Bókin er gefin út með atbeina og til stuðnings Landbúnaðarsafni Íslands.

 

Bókaforlagið Opna hefur annast alla vinnslu handrits til bókar en Hið íslenska bókmenntafélag mun gefa bókina út.

 

Meginefni bókarinnar sem er um 350 bls. að stærð er um íslenska sláttumanninn í aldanna rás, amboð hans og verklag. Rakstrarkonan kemur með sama hætti við sögu.  

 

Nánar verður greint frá útgáfunni síðar.  

 

Bjarni Guðmundsson