5. ágúst 2015

Góð sókn að Landbúnaðarsafni

Góð aðsókn hefur verið að Landbúnaðarsafninu í sumar, bæði almennra gesta sem og gesta í skipulögðum ferðum, flestra erlendra. Gestir ljúka almennt lofsorði á hina nýju grunnsýningu safnsins í Halldórsfjósi sem opnuð var í október í fyrra.

 

Ullarselið hefur einnig notið hinna nýju en aldurhnignu húsakynna, og þá hefur Skemman - kaffihús aldeilis vakið lukku.

 

Í bliðunni sl. sunnudag lögðu t.d. mjög margir leið sína að Hvanneyri. Margir voru komnir til þess að kynna sér Gamla staðinn og friðun hans, en um hana var tilkynnt á Hvanneyrarhátíðinni 11. júlí.