21. júlí 2015

Missögn leiðrétt

Í Fréttablaðinu 9. júlí sl. var viðtal við heimsíðung um námskeið í fornslætti á Hvanneyri hvar fram kom að hann kvað orf nú aðeins smíðuð norður í Hrísey.

 

Þetta er rakið rugl því Trésmiðja Magnúsar F. Jónssonar að Súðarvogi 54 104 Reykjavík, s. 568 4710, hefur einnig til fjölda ára smíðað afbragðsgóð orf - og gerir enn.

 

Orfasmiðurinn, Ingimundur Benediktsson, segir töluverða spurn vera eftir amboðum.  Sjálfur hefur heimsíðungur gengið úr skugga um að þarna er um topp-amboð að ræða enda völundar að verki.

 

Heimsíðungur biður Trésmiðju Magnúsar F. Jónssonar afsökunar á þessari fljótfærni og hvetur alla þá sem eru að leita sér að góðum amboðum að skoða orfin þar í Súðarvoginum.