12. júlí 2015

Vel lukkaður dagur

Hátíð Hvanneyrar sem haldin var í gær, 11. júlí, lukkaðist vel. Það sem sneri að safninu var fernt:

 

1. Haldið var námskeið í fornslætti. Fullskipað var á skeiðið með 10 þátttakendum og nokkrum áheyrnarfulltrúum. Skeiðið var haldið til reynslu, sem nú verður metin og ráðslagað um framhald því ýmsir hafa látið í ljós áhuga á að kynna sér betur slátt með orfi og ljá ...

 

2. Minnst var 70 ára afmælis Farmall á Íslandi með heiðursslætti, sjá mynd. Nokkrir Farmalar voru gestkomandi, þ.m.t. nýr CASE-FARMALL sem Kraftvélar sýndu.

 

3. Fornbílafjelag Borgarfjarðar heimsótti safnið á einum þrjátíu ökutækjum. Veruleg prýði varð að þeirra komu.

 

4. Safnið var opið, með ókeypis aðgangi. Litu margir við. Nokkrir komu færandi hendi eins og jafnan áður.

 

5. Sigm. Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhenti staðfestingu um að Gamla torfan á Hvanneyri með byggingum og öðrum mannvistarminjum sé nú friðuð.

 

Fjölmargt annað var í boði  á hátíðinni, sem fór hið besta fram í góðri flæsu. Vel á 2. þúsund gestir litu við.

 

Við þökkum öllum sem lögðu okkur lið og heimsóttu okkur.