19. júní 2015

Fyrsta sérsýningin í safninu - Ólafar Erlu Bjarnadóttur

Í dag, 19. júní, á merkisdegi íslenskra kvenna, var opnuð fyrsta sérsýningin í Landbúnaðarsafni.

 

Ólöf Erla Bjarnadóttir leirlistamaður sýnir þar verk sín: Fimmtíu mjólkurkönnur sem unnar eru með sérstökum hætti úr íslenskum leir.  Sýning Ólafar Erlu verður oipin til og með 12. júlí nk.

 

Við opnunina í dag skýrði Ólöf Erla framleiðsluferil listmunanna og sýndi myndir af honum. Kvenfélagið 19. júní veitti nýmjólk og kleinur að þjóðlegum hætti.

 

 

Þá hélt Bjarni Guðmundsson stutt erindi um Mjólkurskólann sem stofnaður var á Hvanneyri haustið 1900, en hann var einn fyrsti starfsmenntaskóli þjóðarinnar sem ætlaður var konum.

 

Viðstaddir karlar sungu til kvenna í tilefni dagsins "Fósturlandsins Freyja".

 

Um 50-60 manns sótti opnunina sem var hluti af hátíðardagskrá Kvenfélagsins 19. júní í tilefni dagsins.  

 

Óhætt er að mæla með sýningu Ólafar Erlu við ykkur lesendur.

 

Könnurnar eru til sölu svo þarna er gott tækifæri til þess að eignast alíslenskan grip að hönnun gerð og efni til þess að bera fram rjóma í kaffisopa góðra gesta ykkar.