20. febrúar 2015

Ferguson-félagið styrkir Landbúnaðarsafn

Aðalfundur Fergusonfélagsins var haldinn 17. febrúar sl. sjá www.ferguson-felagid.com

 

Þar var samþykkt að veita Landbúnaðarsafni Íslands þrjúhundruð þúsund króna fjárstyrk sem nýttur verði til  framþróunar sögu Ferguson á safninu.

 

Landbúnaðarsafn er Fergusonfélaginu afar þakklátt fyrir þennan góða styrk sem nýttur verður til þarfra verka í samráði við fulltrúa félagsins. 

 

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fergusonfélagið veitir Landbúnaðarsafni lið, eins og fram hefur komið hér á síðunni.

 

Í fyrra færði félagið safninu til dæmis Ferguson-kartöfluupptökuvél, sem nú er til sýnis í safninu, og á liðnu hausti hjálpuðu Ferguson-félagar til við flutning á nökkvaþungum forntraktor úr Þjóðminjasafni sem nú er á sýningu safnsins á Hvanneyri.