6. desember 2014

Stjórn LS í heimsókn í safninu

Laugardaginn 6. desember sl. komu stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fyrirmenn borgfirskra sauðfjárbænda í heimsókn í Ullarselið og safnið.  Flokkarnir voru á yfirreið um héraðið.

 

Var ánægjulegt að fá þessa góðu gesti í heimsókn. Safnið varpar ljósi á það sem gerst hefur í búskap bænda og er þeim mikilvægur kynningarvettvangur.

 

Þá munar ekki síður um kynningu á afurðum bænda, og þá sérstaklega sauðfjárbænda, í gegnum það gæðahandverk sem Ullarselið býður.

 

Var ekki annað að sjá og heyra en gestirnir mætu þessi störf að verðleikum. Við þökkum þeim öllum fyrir komuna.