15. nóvember 2014

Eggertsplógur - Einkaleyfið

Fyrr í þessum mánuði afhentu Guðrún Pálsdóttir, ekkja Eggerts Hjartarsonar  (sjá hér til hægri), og börn þeirra Landbúnaðarsafni að gjöf frumskjöl varðandi einkaleyfi fyrir lokræsaplógnum sem Eggert fann upp og smíðaði fyrir fjórum áratugum.  

 

Lokræsaplógur þessi var hinn merkilegasti eins og þegar hefur verið rakið.

 

Hann er raunar einstakur fyrir það að hafa hlotið einkaleyfisvernd; fáar íslenskar hugmyndir á þessu sviði hafa náð svo langt.

 

 

 

 

 

Gögn þessi eru því Landbúnaðarsafni afar mikilvægt til viðbótar öðrum gögnum sem á Hvanneyri eru til um plóg þennan (gögn Verkfæranefnd ríkisins).

 

Landbúnaðarsafn færir Guðrúnu Pálsdóttur og börnum hennar kærar þakkir fyrir gjöfina.