19. október 2014

Ferguson-félagið heimsótti safnið

Í gær, laugardaginn18.10.2014, fékk safnið góða gesti. Hátt á fjórða tug félaga úr Ferguson-félaginu komu í heimsókn.

 

Ekki var ónýtt að fá þessa áhuga- og kunnáttumenn í heimsókn. Varð því forstöðumanni það fyrir að hafa almenna kynningu á safninu stutta en lofa gestunum að njóta þess að skoða og ræða gripi og verkhætti sem margir þeirra þekkja eins og buxnavasa sína.

 

Umræðan varð því afar lífleg og tíminn leið hratt.

 

 

Sérstök ánægja var að leiða gestina í Suðurkjallarann sem verða á eins konar opin geymsla, þar sem "nördum" gefst kostur á að skoða "hitt dótið" sem ekki er á hinni foirmlegu sýningu.

 

Þar er m.a. verið að koma upp Ferguson-horni, hvar í á að safna sem mestu af góssi sem tilheyrir Gráa Ferguson. Þar eru þegar í fleti fyrir nokkur verkfæri af þeim toga auk Ferguson TEA 20 1949, sem var í eigu Sverris Gíslasonar í Hvammi í Norðurárdal, fyrsta formanns Stéttarsambands bænda. Sú vél er óuppgerð og er eins og fjölskyldan gaf hana, vel með farin og hirt.

 

Ferguson-félagar fóru síðan í Samgöngusafnið í Borgarnesi og áttu þar líka skemmtilega stund.

 

Við safnkallar þökkum Ferguson-félögum kærlega fyrir komuna.

 

Ljósmyndir með fréttinni tók Sigurður Skarphéðinsson í Sigtúni, Mos.