16. október 2014

Fjós-spjöld .... Veistu um slík?

 

Gerð er úrslitatilraun til þess að lýsa eftir fjósspjöldum líkt og all algeng voru stærri fjósum hér áður fyrri. Okkar vantar svo sem 2-3 í sýningu okkar í Halldórsfjósi.

 

Þetta voru gjarnan svört spjöld (úr tré?) og á þau mátti með krít skrifa nafn kýrinnar, aldur, burðardag, nyt og ýmsar fleiri upplýsingar um viðkomandi grip.

 

Gjarnan hékk spjaldið á snúru yfir viðkomandi bás svipað og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Hvanneyrarfjósi árið 1937.

 

 

 

Þakklát værum við ef þú vildir nú leiða hugann að svona spjöldum, hvort ættir, vissir af eða hefðir grun um hvar leita mætti.

 

Við trúum enn á kenninguna sem söfnunarstarf í 41 ár hefur kennt okkur: það er allt til - spurningin er bara að spyrjast fyrir/leita á réttum stöðum ...

 

Þakkir fyrirfram!