9. ágúst 2014

Okkur vantar hestastein

Skrýtið efni þennan ganginn . . .

 

Þannig stendur á skrefi að Landbúnaðarsafn vantar hestastein. Við erum að sönnu með efni við hendina og í færum til þess að búa til hestastein - það er að smíða hring/lykkju með festingu í vænan stein sem valinn hefur verið.

 

Hins vegar langar okkur mjög að vita, áður en við hefjumst handa, hvort einhver veit af, á eða hefur umráð yfir gömlum hestasteini, sem notaður hefur verið - og kynni að vera safninu falur.

 

 

Þetta er gert í ljósi þeirrar stefnu safnsins að hafa gripi með sögu fremur en nýsmíðar . . .

 

Vinsamlega hafið samband ef þið getið liðsinnt okkur -

Annars búum við bara til "gamlan" hestastein!

 

Síminn er 844 7740 og netfangið bjarnig@lbhi.is