1. ágúst 2014

Síðasta söguganga sumarsins - á morgun kl. 14

Síðasta af þremur sögugöngum sumarsins 2014 á vegum Landbúnaðarsafns Íslands er á morgun, laugardaginn 2. ágúst kl. 14

 

Þá verður Engjaganga á Hvanneyri – Sérstaklega verður minnst kaupakvenna og kaupamanna þar fyrr á tíð, starfa þeirra og hlutskiptis.

 

Sagt frá engjalöndunum með Hvítá, nýtingu þeirra og þýðingu fyrir mannlíf og byggð í héraðinu.

 

 

Gangan hefst kl. 14 við Landbúnaðarsafnið og tekur um það bil 45 mínútur. Farnar verða mjög auðgengnar leiðir.

 

Sögumaður verður Bjarni Guðmundsson. Munið hlýlegan fatnað sem hæfir til útiveru, og umfram allt skófatnað sem þolir vætu - stígvél eru best.

 

Göngunni lýkur við Skemmuna, elsta staðarhúsið á Hvanneyri, þar sem göngufólki gefst kostur á góðu kaffi og vöfflum í Skemmunni – Kaffihúsi.