23. júlí 2014

Forn Fordson-fróðleikur á veggspjöldum

Veggspjöld (plaköt) eru áhrifamikið fræðsluefni og það hafa framleiðendur búvéla til dæmis notað sér lengi.  

 

 

Til Landbúnaðarsafns hefur skolað allnokkrum slíkum og sum þeirra hafa verið gestum þar til sýnis.

 

Nýlega komu fram í dagsljósið merkileg veggspjöld um Fordson-dráttarvélar. Þau höfðu varðveist í gögnum Hvanneyrarskóla, þar sem þau voru notuð á sínum tíma.

 

Heimsíðungur hefur gert drög að samantekt um þessi spjöld sem og almenna þýðingu veggspjalda í "safnlegu samhengi", eins og nútíminn mundi orða það.

 

Fylgja drögin hér með sem pdf-skrá

 

Vonandi gagnast þau einhverjum lesendum síðunnar, sem þessa dagana eru að skreppa yfir 800 að tölu (eru 798 í dag, 23.7.2014 kl. 14:29)!