21. júlí 2014

Af framkvæmdum við Halldórsfjós

Þessa dagana er verið að útbúa hlaðstétt Landbúnaðarsafnsins eins og sjá má á myndinni.

 

Verkið er unnið undir stjórn Kára Aðalsteinssonar garðyrkjustjóra LbhÍ og eftir tillögu hans, svo og Unnsteins Elíassonar hleðslumeistara, er í næsta mánuði mun hlaða dálítinn steinkamp sem fullmótar hlaðið.

 

Að þessu gerðu munu allir eiga greiða leið inn í safnið, svo sem skylda er um opinbera staði.

 

Nú stendur út af nokkur málningarvinna inni í safninu sem og uppsetning sérstakrar lýsingar, áður en megin hluti safngripa verður færður yfir hlaðið og sýningin sett upp.