13. júlí 2014

Fjölsóttur Safns- og afmælisdagur á Hvanneyri

Landbúnaðarsafn þakkar þeim sem í gær komu og fögnuðu saman Safns- og afmælisdegi 125 ára frá komu fyrsta nemandans að Hvanneyri.

 

Sérstaklega er þakkað þeim sem lögðu hönd að undirbúningi og framkvæmd mótsins, og þeim mörgu sem komu og sýndu forntæki sín.

 

Ber þar sérstaklega að þakka Fornbílafjelagi Borgarfjarðar sem setti glæsilegan svip á umhverfið með meira en 30 ökutækjum af ýmsum gerðum.

 

Veðrið í gær var hið prýðilegasta, sólfar nokkuð, þurrt og hlýtt.

 

Talið er að liðlega 1000 gestir hafi komið á staðinn.