5. júní 2014

Viðburður fyrirhugaður á Hvanneyri 12. júlí

Það stefnir í að efnt verði til samkomu á Hvanneyri undir byrjun hundadaga, nánar tiltekið laugardaginn 12. júlí nk.

 

Þá verður safnadagur okkar. Landbúnaðarsafnið og Fornbifreiðafjelag Borgarfjarðar hafa sammælst um hluta dagskrárinnar, sem í vændum er á Hvanneyri þennan dag:

 

Fornbílingar munu koma akandi á færingum sínum úr Borgarnesi og víðar að. Og athugið sérstaklega að Landbúnaðarsafnið býður alla forndráttarvéla- og landbúnaðarjeppaeigendur velkomna með gripi sína til sýningar á Hvanneyrarhlaði

 

Vel getur farið svo að við efnum til smá ökuferðar eða bjóðum mönnum að slá á Hvanneyrarfit eina færu eða svo með sláttuvélum sínum ....

 

Dagskráin verður kynnt nánar eftir því sem nær líður atburðinum. "Nánar í götuauglýsingum" eins og þar stendur.

 

Hugmyndin er að þarna verði Maður manns gaman og kjörorðið Gleði manns er gömul vél - eða bíll  líkt og gjarnan hefur verið á sambærilegum viðburðum safnsins undangengin ár á Hvanneyri.  

 

Bjarni Guðmundsson s. 844 7740 eða 894 6368 gefur nánari upplýsingar um fornvéla- og -bílaþátt fyrirhugaðrar samkomu.