28. maí 2014

Andbæingar færðu safninu listaverk

Í dag, 28.8.2014, komu krakkar úr Andabæ, leikskólanum á Hvanneyri, færandi hendi. Hvert þeirra gaf safninu mynd, sem var afrakstur heimsóknar þeirra í safnið í vetur.

 

Myndefnin voru dráttarvélar og svipmyndir úr sveitinni. Myndirnar voru fagurlega upp settar og merktar.

 

Myndunum hefur verið komið fyrir til sýnis fyrir gesti safnsins í myndabraut við Willis-jeppa safnsins, þar sem þær njóta sín prýðilega.

 

Auðsjáanlega eru þarna upprennandi myndlistarmenn á fer, sem og einlægir áhugamenn um dráttarvélar og önnur tæki.

 

Landbúnaðarsafnið þakkar krökkunum kærlega fyrir komuna og myndverkin.

 

Andabær og Landbúnaðarsafn hyggjast í vaxandi mæli eiga samstarf um verkefni sem vænleg þykja.

 

Þarna eru nefnilega á ferð safngestir og aðrir samfélagsþegnar framtíðarinnar!