3. maí 2014

Ársfundur Landbúnaðarsafns ses

Ársfundur safnsins (sjálfseignarstofnunar) var haldinn sl. miðvikudag, 30. apríl.

 

Á fundinum var gerð grein fyrir starfi safnsins á liðnu ári (sjá ársskýrslu sem liggur hér á heimasíðunni). Þá var ársreikningur safnsins lagður fram, ræddur og síðan samþykktur. Reikninginn hafði KPMG endurskoðað. Hagur safnsins er góður.

 

Þá var fjallað um safnið og sýningu þess í Halldórsfjósi sem verið er að koma upp. Ársfundinum lauk með því að ársfundarmenn litu á framkvæmdir þar.