22. apríl 2014

Safnadagur á Vesturlandi á Sumardaginn fyrsta

Landbúnaðarsafn verður opið á Sumardaginn fyrsta, kl. 13-17. Aðgangur verður ókeypis enda viðburðurinn hluti sumargjafar vestlenskra safna til gesta þeirra.

Landbúnaðarsafn býður gestum sínum tvennt:

 

1. Leiðsögn í safni

2. kl. 13.30 og kl. 16 röltir Bjarni Guðmundsson með gestum um Halldórsfjós, segir sögu fjóssins og kynnir hugmyndir um hina nýju sýningu safnsins þar.

 

Verið velkomin!