7. apríl 2014

Höfðingjar í heimsókn

 

Í dag komu fjórir tugir norðlenskra höfðingja í heimsókn að Hvanneyri. Þetta voru kúabændur úr Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum sem gerðu sér þann dagamun. 

 

Liður í reisunni var heimsókn í Landbúnaðarsafn, bæði safnið sjálft þar sem það er nú, sem og í væntanlegt húsnæði þess í Halldórsfjósi. Til öryggis var hópurinn líka leiddur í Hvanneyrarkirkju og saga hennar sögð - styttri gerðin.

 

Það er alltaf gaman að fá hópa sem þennan í heimsókn. Kunnáttusamt fólk, sem oftar en ekki hefur einhverri viðbót að miðla úr þróunarsögu verkhátta til sveita. 

 

Frá Hvanneyri lá leið hópsins að Helgavatni.  Með hækkandi sól fjölgar þeim hópum sem líta við í Landbúnaðarsafni.