26. febrúar 2014

Landbúnaðarsafnið í hópi viðurkenndra safna

Samkvæmt tillögu Safnaráðs hefur mennta- og menningarmálaráðherra nú viðurkennt allmörg minja- og listasöfn í samræmi við ákvæði nýrra safnalaga og reglugerðar við þau, sjá frétt Safnaráðs:

 

http://www.safnarad.is/um-safnarad/frettir/nr/285 

 

Landbúnaðarsafn Íslands ses er í þessum hópi. Viðurkenning sem þessi á að færa enn meiri festu í safnastarfið í landinu en verið hefur og með sínum hætti að efla fagmennsku í söfnunum.