28. janúar 2014

Vélaherdeild byltingarinnar miklu

  Rétt um 1950 viku vinnuhestarnir fyrir dráttarvélunum á Hvanneyri. Farið var að halda námskeið í meðferð dráttarvéla. Gömlu hestaréttinni var breytt í vélaskemmu.

 

Hestafret, mélabruðningur og aktygjamarr þokuðu fyrir véladrunum og pústreyk.

 

Vinnufólki fækkaði og skólapiltar glöddust yfir hinni nýju tíð.

 

Ljósmyndin sýnir vélaflotann á Hvanneyri líklega um eða laust fyrir 1950:

 

Fjærst sjáum við beltavél með víralyftri ýtutönn, þá koma tveir Nallar, 10-20, þá kemur einn Farmall H á járnhjólum einnig og loks fjórir Farmall A ...

 

Heimsíðungur giskar á að myndin hafi verið tekin í sambandi við vorlegt vélanámskeið, sem á Hvanneyri var haldið á þessum árum, víst að frumkvæði Verkfæranefndar og skólans.

 

Þar kenndi lengi m.a. Gunnlaugur Gunnlaugsson, sá er hvað fyrstur ók Þúfnabananum. Frá honum og fleiru í þessum dúr er sagt í bókunum um Farmal og hesta og hestöfl ...