15. janúar 2014

Landbúnaðarsagan í auglýsingum

Landbúnaðarsagan felst í mörgu. Meðal annars auglýsingum. Það má sjá þegar flett er búnaðarblaðinu Frey, sem og dagblöðunum (sjá www.timarit.is). Myndir, texti og aðrar lýsingar, umsagnir kaupenda o.fl. varpa oft undrasterku ljósi á það sem nýtt var. Sumt átti eftir að verða alsiða. Annað dó drottni sínum.

 

Sölufyrirtæki aðfanga, svo sem handverkfæra og véla, áburðar, kjarnfóðurs, sáðvöru o.fl. hafa mörg hver í áranna rás gefið út kynningarbæklinga. Sumir þeirra hafa verið mjög íburðarmiklir, aðrir einfaldari að gerð en skrifaðir á íslensku.

 

Í áranna rás hafa Landbúnaðarsafni safnast allmargir bæklingar af þessu tagi, síðast fyrir nokkrum dögum kom starfsmaður LbhÍ færandi hendi, sjá mynd (...vinstri hluta).

 

... og  nefna má fleiri gefendur: Bændurna í Holti í Stokkseyrarhreppi, Hvítárbakka, Brekku í Norðurárdal, Felli í Dýrafirði, Tómás Helgason frá Hnífsdal, fjölskyldu Árna G. Eylands svo fáein dæmi séu nefnd.

 

Eigi einhver lesenda þessara lína, eða viti um bæklinga eða blöðunga úr þessum efnaflokki, sem ekki hefur verið ráðstafað, þiggur Landbúnaðarsafn þá með þökkum - og þá fyrst og fremst hinar íslensku útgáfur.

 

Oft eru þessar heimildir orðnar velktar (enda einmitt gerðar til notkunar!) svo gott getur verið að eiga tvítök til seinni nota.

 

Verið svo væn fremur en að senda í  sorpið íslenska bæklinga tengda landbúnaði að stinga þeim í umslag og senda

 

Landbúnaðarsafni Íslands,

Túngötu 5  311 BORGARNESi

 

Við megum þá ef til vill grisja úr þeim ...

 

Kvittað verður fyrir með þakklæti ...