13. desember 2013

Farm-all-inn níræður

Heimsíðungi barst á dögunum bók frá bókabúð alheims, Amazon, um 150 ára sögu International Harvester Co. Á bls. 373 er í bókinni minnt á það að árið 1923 var sú dráttarvél, er síðan var í fjölmörgum gerðum þekkt sem Farmall , frumsýnd.

 

Nota má texta bókarinnar í frumgerð en þar segir að vorið 1980 hafi "442 acre site of International Harvester´s Agricultural Equipment Engineering Center at Burr Ridge, Illinois" verið "designed a national agricultural engineering historic landmark" ...

 

Þarna markaði ameríska búvélaverkfræðingafélagið sem sagt reit sem sögulegan stað í þróun bútækni, og var það gjöf félagsins til þeirra Nalla-manna:

 

"This designation, granted to IH by the American Society of Agricultural Engineers, honors the world´s first all-purpose farm tractor - The Farmall." 

 

Til sögunnar kom skv. þessu heimsins fyrsta fjölverka dráttarvél - Farm All - búinu allt, eins og skrifarinn hefur orðað það á öðrum stað í sérstakri bók um Farmal og öll hans skyldvéli í þróun búverka hérlendis (Alltaf er Farmall fremstur) .

 

Merkilega saga sem rifja má upp af og til, sbr. líka

http://www.antiquefarming.com/internationalharvester.html