29. nóvember 2013

Bókarkynning á þriðjudaginn kemur

Jæja, nú ætlar heimsíðungur að kynna bók sína Frá hestum til hestafla á Höfðabakkanum nk. þriðjudagskvöld, sjá meðf. auglýsingu

 

Það er Ferguson-félagið sem hefur forgöngu um fundinn en það hefur verið Landbúnaðarsafni afar hjálplegt í mörgum efnum.

 

Kvöldgestum gefst kostur á að kaupa bókina áritaða og styrkja safnið þá í leiðinni um kr. 5.500,-

 

Og svo verður líka lesið úr bókinni, sem og fjórum öðrum, á bókakvöldi Uppheima í Bókasafninu á Akranesi á miðvikudagskvöldið.  Sem sagt fullt að gerast.