15. nóvember 2013

Nýtt á vefriti safnsins: Sögukaflar um svansa og kanónur ...

Það er orðin stund síðan nýtt efni bættist í PLÓG - vefrit safnsins. Nú er bætt í B-deildina efni sem heitir: Sögukaflar um "svansa" og "kanónur" Kvernelands og hvernig þau mótuðu heyskaparhætti íslenskra bænda um árabil.

 

Ég tek ykkur vara við því að hér er aðeins um DRÖG að ræða. Það er gert í þeim tilgangi að þeir sem lesa kynnu að geta bætt við fróðleik sem gaman væri að taka með í lokagerð sögukaflans.

 

Ég vara ykkur hins vegar við því að vitna í eða nota efnið til annarrar birtingar án þess að geta heimildar, vegna þess að í kaflanum geta enn leynst villur.

 

Þið finnið efnið með því að rekja ykkur áfram eftir hlekk á vinstri hlið heimasíðunnar (PLÓGUR  og síðan B-deild).

 

Lumi einhver á frekari fróðleik um þessi gagnmerku landbúnaðartæki bið ég hann endilega að senda mér línu, annað hvort með gömlu aðferðinni (það er svo óskaplega gaman að fá gamaldags, helst handskrifuð, bréf) ..... nú eða þá í rafpósti, sem er     ...  bjarnig@lbhi.is

 

heimilisfang Bj.Guðm. er

 

Túngata 5 - Hvanneyri

311 BORGARNES