13. nóvember 2013

Bókakynning í Safnahúsi í kvöld

 Jæja, nú bíða þessir auðu stólar í Safnahúsinu í Borgarnesi eftir því að bókakynning hefjist í kvöld. Við Snorri á Fossum fáum tækifæri til þess að kynna bækur okkar: Ég, heimsíðungur, bókina Frá hestum til hestafla en Snorri bók um Snorra á Fossum.

 

Kannski koma einhverjir, sætin eru alla vega mörg fyrir góða gesti.

 

Við Snorri ætlum líka að bresta í söng, og kannski fjöldasöng líka.

+

Við ætlum allavega ekki að láta okkur leiðast.

 

Bækurnar tvær verða til sölu á forlagsprísum Uppheima og Sölku, og hver veit nema við áritum bækurnar (það kostar ekkert aukalega!).

 

Fólkið í Safnahúsinu eru höfðingjar heim að sækja og mun að venju skerpa á góðu kaffi og hafa kleinur á boðstólum.  

 

Verið bara velkomin!