3. október 2013

Jarðræktarsögur úr Borgarfirði - fyrirlestur 8. okt. nk.

Þriðjudaginn 8. okt. kl. 20.30 heldur Bjarni Guðmundsson fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti er nefnist Frá hestum til hestafla - Jarðræktarsögur úr Borgarfirði.

 

Fyrirlesturinn er í röð fyrirlestra í héraði sem reglulega eru haldnir í Snorrastofu og er þessi samvinnuverkefni Snorrastofu og Landbúnaðarsafns Íslands.

 

Sjá nánar á

http://www.snorrastofa.is/default.asp?sid_id=59628&tId=1 

 

Í fyrirlestrinum verður sagt frá túnasléttun í upphafi umbótaaldar, þegar farið var að nýta dráttarafl hestanna með verkfærum á grundvelli erlendrar verkþekkingar.

 

Áhersla verður einkum lögð á umbótaverk jarðræktarmanna í Borgarfirði og sagðar jarðræktarsögur úr héraði. Þróuninni verður síðan fylgt fram á tíma vélaaflsins.

 

Erindið er að miklu leyti byggt á rannsóknum Bjarna vegna uppbyggingar Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri en sérstaklega þó vegna ritunar bókarinnar Frá hestum til hestafla, sem er nýkomin út.

 

Gestum kvöldsins býðst að kaupa bókina á sérstöku verði í boði Landbúnaðarsafnsins. Safnið nýtur höfundarlauna fyrir bókina.

 

Sem viðauka þessarar tilkynningar má nefna að Bjarni mun m.a. segja frá tveimur (borgfirskum) frumkvöðlum er léku allmikilvægt hlutverk í þeirri nýsköpun búhátta sem Torfi Bjarnason varð í fylkingarbrjósti fyrir . . .