15. júlí 2013

Orfið hans Gísla á Uppsölum

Leitað er ljósmynda af sláttumönnum (beggja kynja) og amboðum þeirra, sbr. síðasta pistil.

 

Hér er mynd af Gísla á Uppsölum í Selárdal þar sem hann slær með orfi sínu. (Myndin er tekin traustataki af vef opinbers ljósmyndasafns, sjá merkingu myndarinnar).

 

Á myndinni má sjá dæmi um vik frá hinu venjulega - en eftir þeim er líka verið að svipast með ljósmyndaleitinni:

 

Þrennt vekur athygli á myndinni:

 

1. Hve orfið er stutt, enda stóðu menn mis-uppréttir við sláttinn.

 

2. Neðri orfhælinn vantar, Gísli heldur um orflegginn. Það gerðu menn raunar stundum þótt neðri hæll væri til staðar, t.d. við slátt í miklum bratta.

 

3. Gripið vantar á efri hælinn svo Gísli heldur um arm efri hælsins . . .  Landbúnaðarsafni var fært slíkt orf í fyrra, svo óþekkt hefur þetta ekki verið á öðrum bæjum.

 

Sendið gjarnan línu ef þið hafið ábendingar um efnið - nú, eða myndir

 . . .  bjarnig@lbhi.is