2. maí 2013

Gestakomur í safnið

Töluvert hefur verið um gesti í safninu allt frá áramótum. Einkum hafa þar verið á ferð hópar af ýmsum toga: starfsmenn fyrirtækja, nemendahópar, bændahópar, fjölskylduhópar, frambjóðendahópar ofl.

 

Sl. mánudag kom í heimsókn hópur starfsmanna Þjóminjasafnsins á leið sinni um Borgarfjörð.

 

Gengið var með hópnum um Gamla staðinn og saga húsa og umhverfis þar sögð. Þá var meðf. mynd tekin (Ljósm.: RJ).

 

Síðan var farið í Halldórsfjós og hópnum kynntar hugmyndir og framkvæmdir Landbúnaðarsafns sem þar eru í gangi.

 

Loks var gengið um safnið og kíkt á það helsta sem þar er að sjá.  

 

Landbúnaðarsafn hefur um langt árabil átt ágætt samstarf við Þjóðminjasafnið og einstaka starfsmenn þess. Verður vonandi framhald á því. Heimsóknin var að sínum hluta liður í því að efla samstarfið.

 

Starfsmannahópnum er þökkuð koman, sem og þeim sjö hundruð gestum öllum sem heimsótt hafa safnið frá áramótum.