26. apríl 2013

Aðalfundur safnsins haldinn 24. apríl sl.

Aðalfundur Landbúnaðarsafns Íslands ses fyrir árið 2012 var haldinn sl. miðvikudag. Á fundinum var gerð grein fyrir starfinu á liðnu ári. Þá var lagður fram ársreikningur safnsins 2013, unninn af Haraldi Reynissyni hjá KPMG. Loks var starfið framundan rætt og áherslur þess markaðar.

 

Í aðalstjórn safnsins sitja Ágúst Sigurðsson LbhÍ, sem er stjórnarformaður, Ragnar Frank Kristjánsson f.h. Borgarbyggðar, Haraldur Benediktsson fyrir hönd Bændasamtaka Íslands, Lilja Árnadóttir f.h. þjóðminjavarðar og Sverrir Guðbrandsson f.h,. atv. og nýsk.ráðuneytis.