15. apríl 2013

Framboð og eftirspurn í Landbúnaðarsafni

Fréttir úr hvunndeginum:


Ekkert málefni er stjórnmálamönnum óviðkomandi:

 

Þann 25. febrúar kíktu efstu menn á D-lista Norðvesturkjördæmis við í Landbúnaðarsafninu og kynntu sér málefni þess. Þann 15. apríl komu efstu menn B-lista sama kjördæmis í heimsókn sömu erinda.

 

Gott færi gafst til þess að kynna fulltrúunum safnið, sem og hugmyndir og aðgerðir sem eru í gangi til eflingar safninu.

Við erum þakklát fyrir heimsóknirnar og þann áhuga sem stjórnmálamenn þannig sýna safninu. Við vonum að þær séu beggja hagur og þökkum þær.

 

Fulltrúar annarra framboðslista og áhugahópa eru ætíð velkomnir í heimsókn, síminn er 844 7740.