1. mars 2013

Menningarráð Vesturlands styrkir safnið

Í dag tók Landbúnaðarsafn Íslands ásamt nokkrum öðrum aðilum á móti vel þegnum stofn- og rekstrarstyrk frá Menningarráði Vesturlands, www.menningarviti.is

 

Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Stykkishólmskirkju.

 

Menningarráðið hefur áður styrkt Landbúnaðarsafn með myndarlegum hætti. Stuðningur ráðsins er þakkaður af heilum hug.

 

Ýmis önnur verkefni hlutu stuðning Menningarráðsins. Ráðið er afar mikilvægur bakhjarl menningar á Vesturlandi.