14. febrúar 2013

Heystrengir og fjallheyskapur í Fljótsdal

Afar skemmtileg og eftir því fróðleg grein er nú í tímaritinu Glettingur 22. árg., 2. tbl. 2012, bls. 38-44. Greinin heitir Heystrengir og fjallheyskapur í Fljótsdal og er eftir hann Helga Hallgrímsson.

 

Þar segir frá mjög merkilegri aðferð við heimflutning á heyi. Fjallheyið var flutt á streng niður að bæ.

 

Sagt er frá minjum um verkháttinn og raktar heimildir um hann.  

 

Flutningar á streng tíðkuðust mjög í brattlendum sveitum Vestanfjalls í Noregi. Leikur grunur á að þaðan hafi hátturinn borist upp í Fljótsdal.

 

Ekki er vitað til að þessi tækni hafi verið notuð annars staðar á Íslandi. Væri raunar gaman að heyra ef fleiri þekktu til þessa verklags.

 

Myndin með klausunni sýnir trissu sem notuð var til þess að hengja á bagga sem rennt var niður strenginn á Egilsstöðum í Fljótsdal. Þá gekk heimreið heysins hratt fyrir sig!

 

Kíkið endilega á grein Helga ef Glettingur verður ykkur nærhendis.