23. september 2012

Getur einhver bjargað mér? Landróver, Rússa eða Gipsý??

Þessi síðsumarkvöldin hefur heimsíðungur fengið til þess að líða við skrif bókarkafla um landbúnaðarjeppana "íslensku".  Hann er því vart viðræðuhæfur um stjórnmála-ást-andið þessa dagana né heldur frammistöðu Skagamanna í fótbelli.

 

Hins vegar hefur hann glaðst yfir því að sjá sinn góða forðum nemanda, Magnús Hlyn við foss selanna, aftur kominn á stofuvegginn, þó á öðrum skjá sé. Fréttir af búskap og mannlífi munu því áfram berast úr Suður-Landeyjum og nærsveitum ...

 

 

En að öllum dáraskap slepptum á ég við ykkur, ágætu lesendur, dálítið erindi:

 

Mig vantar nefnilega góðar ljósmyndir af Land-Rover, Rússa- eða Gipsý-jeppa við einhvers konar innan-garðs bústörf, svo sem heyskap ofl. ...

 

Ég hef þegar undir höndum vænan stafla af slíkum myndum þar sem gamli  Willys kemur við sögu, svo þar er staðan mín betri...

 

Frá hvaða tíma myndirnar kunna að vera skiptir ekki höfðuðmáli, en vissulega eru eldri myndirnar alltaf spennandi.

 

Ef þið vitið af einhverjum sem kynni að eiga slíkar myndir væri ég líka afar þakklátur fyrir ábendingar þar uppá.

 

Óþarfi mundi vera að senda frumgerðir mynda. Skanni er til á hverjum bæ og sé hann stilltur t.d. á 600 pkt og óbreytta myndstærð ætti endurgerðinni að vera borgið.

 

Heimild til nota/birtingar og höfundur/eigandi myndar er nokkuð sem fylgja þarf auk upplýsinga um sjálft myndefnið.

 

Tölvupóstfangið mitt er bjarnig@lbhi.is og síminn, sem jafnan er í vasanum, gegnir 894 6368.

 

Bestu þakkir.

 

Bj.Guðm.