1. september 2012

Þá og nú - magnaðar andstæður ... eða hvað?

Velvildarmenn Landbúnaðarsafns eru ekki sparir á að senda ábendingar um áhugavert efni og um það snýst pistill dagsins.

 

Mynd segir meira en 103 orð er sagt, og sennilega meira en 104 ef myndin er kvik.

 

Á þeim afrétti heimsvefjarins sem flokkaður er undir Jútúb er ótrúlegur grúi fróðleiksefna og skemmtunar-, eins og flestir vita og hafa nýtt sér.

 

Hér verður bent á tvennt og raunar þrennt sem góðir grannar hafa vakið athygli heimsíðungs á og varðar framvindu landbúnaðarins í sögulegu ljósi:

 

Fyrst

 

http://www.natochannel.tv/?sig=fb9c446f717s   (sérstaklega mínúturnar 7-12)

 

síðan

 

 

http://www.youtube.com/watch?v=pdnxzDpX6dA&feature=related

 

og getur nú verið gaman að sjá hvað gerst hefur í heyskap íslenskra bænda á svo sem 60 ára tímabili ... Hér þarf ekki að hafa mörg orð um hvað gerst hefur!  En líka getur verið gaman að sjá af fyrra myndbandinu hvað EKKI hefur breyst í sveitum !

 

Svo má benda á afar skemmtilega mynd af svæði Búnaðarsambands Kjalarnessþings frá því um miðja síðustu öld. Veitið sérstaklega athygli kaflanum um jarðræktina - betri myndlýsingu á íslensku túnræktarbyltingunni um miðja síðustu öld er varla að finna:

 

 http://www.youtube.com/watch?v=KdlWR33K4ik