23. ágúst 2012

Góðir gestir í safninu

Eins og fyrr var boðað komu félagar úr Fornbílafjelagi Borgarfjarðar í heimsókn að Hvanneyri á laugardaginn var, 18. ágúst.

 

Á myndinni má sjá nokkra af þeim færingum sem í lestinni voru. Myndina tók Guðm. Ellert Jóhannesson.

 

Þarna gljá í síðsumarssólinni glæsireiðar af ýmsum gerðum og aldri, m.a. bifreiðar frá fjórða áratug síðustu aldar og langferðabifreið Sæmundar Sigmundssonar, sem er ein merkilegasta bifreið sinnar gerðar á landinu.

 

Landbúnaðarsafn þakkar fornbílafjelögum fyrir komuna.