17. ágúst 2012

Fornbílafjelagið heimsækir Landbúnaðarsafnið

Á morgun, laugardag, munu 15-20 félagar úr Fornbílafjelagi Borgarfjarðar heimsækja Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri á glæsivögnum sínum.

 

Fornbílafjelagar ráðgera að leggja af stað úr Borgarnesi um kl. 14 og verða þá komnir að Hvanneyri upp úr kl. 14.30. Þar munu þeir stilla fornbifreiðum sínum upp og gera nokkurn stans. Lesendur eru hvattir til þess að gefa þessari reisu gaum og líta á gripina.

 

Í undirbúningi er frekara samstarf Landbúnaðarsafns og Fornbílafjelagsins. Verður sagt frá því þegar þar að kemur.

 

 

 

Athugið að myndin með þessri frétt er fengin ófrjálsri hendi af heimasíðu Skessuhorns, sjá

 

http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=131125&meira=1