30. mars 2012

Það þokast ...

Nú eru Borgnesingar komir í úrvalsdeild meisaknattleiksins (basket ball) eftir frækilegan sigur á Skagamönnum, sem eru hins vegar á fullri siglingu í fótbelli (football). Skynsamleg sérhæfing sem skilar árangri.

 

 

Við nuddum áfram í Halldórsfjósi sem nú stendur grunnmálað, sjá mynd. Verið er að leggja lokahönd á skipulag rýmis og grunnsýningar safnsins. Áfram verður unnið í takt við tiltæka fjármuni.

 

Raunar er fjósbyggingin stærsti sýningargripur safnsins: Orðin til á þeim tíma þegar steinsteypan var að verða byggingameisturum þál og handhæg.

 

Fallegar línur fjóssins, sem eitt sinn rúmaði 80 kýr, er 4-5 fjósamenn þurfti til að sinna, munu njóta sín vel þar sem línurnar halda utan um merka gripi safnsins er minna á framvindu tíimanna og tækninnar.

 

Þetta rými er aðeins tæpur fjórðungur af rými húsins alls er tekið verður í notkun eftir því sem efni og ástæður leyfa.

 

Við vonumst til að geta gætt fjósrýmið lífi á næstunni - með einum eða öðrum hætti  - svo notað sé alþekkt orðatiltæki núverandi Bessastaðabónda...