3. febrúar 2012

Ársskýrsla safnsins 2011 komin á vefinn

Skýrsla Landbúnaðarsafns Íslands fyrir árið 2011 er komin á vefinn og hana má finna hér. Frjálst er að vitna til hennar aðeins með því þó að geta heimildarinnar.

 

Unnið er að gerð ársreiknings fyrir árið 2011 en aðalfundur safnsins verður haldinn um komandi sumarmál.

 

Árið 2012 byrjar ágætlega í safninu. Á annað hundrað gestir litu við í janúar, þar á meðal sveitarstjórn Borgarbyggðar er kom í sérstaka heimsókn þann 31. janúar til þess að kynna sér safnið og málefni þess.